Um okkur

ICI var stofnað árið 2003 af 5 konum sem allar hafa menntun og/eða reynslu á sviði fjölmenningarlegra málefna.

ICI er sjálfstæð og óháð stofnun sem nýtur engra opinberra styrkja en laun starfsmanna eru fjármögnuð með þátttöku í evrópskumverkefnum auk námskeiðsgjalda og túlkaþjónstu.

ICI er ekki rekið í hagnaðarskyni (non profit organisation).

Hjá fyrirtækinu starfa nú þrír starfsmenn  en auk þess starfar með ICI löggiltur bókari.

Markmið ICI:

Að auka fjölmenningarleg samskipti og samvinnu

Að nýta þekkingu innflytjenda sem auðgun fyrir íslenskt samfélag og auka meðvitund um kosti margbreytileikans

Að vinna gegn fordómum og mismunun með markvissri fræðslu og ráðgjöf

Að þjálfa kennara og aðra uppalendur í fjölmenningarlegum kennsluháttum.

Miðstöðin leggur auk þess mikla áherslu á alþjóðlegt og þó einkum evrópskt samstarf með það að markmiði að nýta þá þekkingu og reynslu sem þar hefur orðið til og miðla þekkingu og reynslu frá Íslandi.

Starfsfólk ICI:

Guðrún Pétursdóttir

Framkvæmdastjóri

Guðrún er félagsfræðingur að mennt með sérstaka áherslu á vinnu gegn fordómum og rasisma, innflytjendamál og fjölmenningarleg samfélög. Hún er einnig kennari og hefur sérhæft sig í fjölmenningarlegri kennslu og samvinnunámi. Hún er höfundur bókanna “Fjölmenningarleg kennsla” (1999) og “Allir geta eitthvað – enginn getur allt” (2003) og Diverse Society-Diverse Classrooms (2018). Guðrún hefur haldið fjölda námskeiða bæði hérlendis og í Evrópu auk þess að hafa tekið á móti fjölda evrópskra kennara á námskeið hér á landi. Guðrún er eigandi og forstjóri ICI.

Tölvupóstfang: gudrun@ici.is

Cherry Hopton

Kennari

Cherry er félagsfræðingur og kennari. Hún hefur unnið sem framhaldsskólakennari um árabil bæði í Englandi og Skotlandi, aðallega við félagsfræði- og afbrotafræðikennslu. Undanfarin ár hefur hún auk þess tekið þátt í fjölda evrópskra verkefna með ICI á sviði fordóma, hversdagsrasisma, samvinnunáms og fjölmenningarlegrar kennslu. Nú starfar hún fyrir ICI, aðallega við námskeiðshald og þátttöku í evrópskum verkefnum.

Tölvupóstfang: cherry@ici.is

Hrefna An Wadden

Administrative Assistant

Hrefna lærði sálfræði í Kanada þar sem hún starfaði einnig við skrifstofustörf í nokkur ár áður en hún hóf hlutastarf hjá ICI. Hún býr enn í Kanada og heldur áfram að sinna ýmsum skrifstofustörfum og námskeiðaundirbúningi fyrir ICI

Tölvupóstfang: hrefna@ici.is

Sólveig María Thomasdóttir

Administrative Assistant

Sólveig nam sálfræði í Kanada og starfaði að námi loknu á neyðarskýli fyrir heimilislausa. Á Íslandi starfaði hún á geðdeild Landsspítalans áður en hún hóf störf hjá ICI. Hún býr nú í Berlín en sinnir enn ýmsum störfum fyrir ICI m.a. undirbúningi og aðstoð við Evrópuverkefni og námskeiðshald.

Tölvupóstfang: solveig@ici.is

Hrafnhildur

Hrafnhildur Ragnarsdóttir is a special education teacher in a college. She consults on material development and assists on ICI teacher training courses.

Tölvupóstfang:

Helgi

Helgi is a graphic designer and consults and helps out with the website and all publications and teaching materials.

Tölvupóstfang: