Fréttir

Gleðilegt nýtt ár 2019

Kæru vinir ICI. Nú er sá tími árs sem við lítum til baka og rifjum upp hversu áhugaverð og gefandi verkefni við höfum unnið að á árinu sem er að líða.  Við munum eftir öllum þessum frábæru og áhugasömu þátttakendum á námskeiðunum okkar og það veitir okkur sannarlega von fyrir framtíðina.  Við sáum kennara sem brenna fyrir velfarnaði og lærdómsmöguleikum sinna fjölbreyttu nemendahópa og við sáum samstarfsaðila á Íslandi og frá Evrópu sem vinna hörðum höndum að því að berjast gegn fordómum, mismunun og rasisma í sínu daglega starfi og lífi. Allt þetta veitir okkur aukna von fyrir næstu kynslóðir. Saman tökum við hænuskref í átt að réttlátari heimi og vonandi höldum við því öll áfram á næsta ári.

Við óskum ykkur öllum gleðilegs, gefandi og spennandi nýs árs og þökkum það liðna.
Hér má sjá nokkrar minningar frá 2018

Til baka