Kynningarfundur á stuðningsefni fyrir fordómafræðslu
Hversdagsrasismi og fordómar er því miður hluti af daglegu lífi stórs hluta fólks af erlendum uppruna á vinnustað þeirra skv. nýlegri rannsókn ICI. Vinnustaðir hafa brugðist við með því að halda námskeið eða fundi með starfsfólki, sem stundum sýnir allt frá áhugaleysi til ögrandi hegðuna við umræðuefninu. Á kynningarfundinum verður farið yfir markmið og niðurstöður verkefnisins, prófaðar aðferðir og kynnt stuðningsefni fyrir kennara eða fræðslufulltrúa vinnustaða. Efnið er allt aðgengilegt á íslensku eða með íslenskum texta.
Staður: Húsnæði Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (gengið inn Ármúlamegin)
Tími: 5. júlí 2018 kl. 13.00 - 17.00
Takmörkuð þátttaka er á fundinum og biðjum við fólk vinsamlegast að skrá þátttöku með tölvupósti á netfangið: gudrun@ici.is