Samvirkt nám í iðn- og verknámi
VoCol verkefnið er styrkt af Erasmus+ áætlun framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins og er til tveggja ára frá 2014-2016.
Samvinnunám er markviss leið við skipulagningu náms og kennslu með það markmið að auka möguleika á víðari og dýpri lærdómi.
Samvinnunám er ekki aðeins óskipulögð hópavinna heldur tryggja samvinnunámsverkefni m.a. jákvæð víxltengsl milli hópmeðlima, sem saman stefna að sameiginlegu markmiði þar sem hver einstaklingur ber ábyrgð á sínu vinnuframlagi.
Í Samvinnunámi þjálfa nemendur þá grunnfærni sem nauðsynleg er á vinnumarkaði eins og t.d. samskiptafærni, frumkvæði, sveigjanleika, gagnrýna og skapandi hugsun, lausnaleit og að takast á við ágreining.
VoCoL þríhyrningurinn
VoCoL þríhyrningur samanstendur af þremur lykil þátttakendum: nemendum, verknámskennara þeirra og vinnuveitanda. Vinnuveitendur hafa þekkingu á þeirri hæfni sem þörf er á á vinnustaðnum og deila þeirri þekkingu með kennurunum. Kennarinn beitir aðferðum samvirks náms til þess að þróa viðkomandi hæfni með nemendum sínum. Vinnuveitendum er velkomið að taka þátt í samvinnunámsverkefnum til að upplifa slíka kennslustund á eigin skinni.
Markmið / framtíðarsýn
Að bæta atvinnumöguleika iðn- og verknámsnemenda með því að þjálfa þverlæga færni þeirra með samvinnunámsaðferðum.
Að auka líkur þess að vinnuveitendur hafi aðgang að hæfu starfsfólki, bæði á sviði tæknilegrar hæfni og félagslegrar færni.
Að tryggja þar sem hægt er, að iðn- og verknám undirbúi nemendur nægjanlega undir líf á vinnumarkaði með því að bæta þverlæga færni þeirra.
Megin markmið
Að efla fagþróun iðn- og starfsmenntakennara með því að kynna þeim samvinnunámsaðferðir.
Að efla verklega og þverlæga færni nemenda og mæta þannig kröfum atvinnulífsins.
Að hvetja til samstarfs milli vinnuveitenda og starfsmenntunarstofnanna og þróa þannig samstarfstengsl.
Að leiða saman nemendur, kennara og vinnuveitendur til að skilja betur og bæta þverlæga færni þeirra.
Samstarfsaðilar eru frá sex löndum:
InterCultural Iceland frá Íslandi
HETEL, frá Spáni
RegioVision GmbH Schwerin frá Þýskalandi
INSTITUT INPRO a.s. frá Tékklandi
Bollnäs Kommun, Svíþjóð
Dundee & Angus College, Skotlandi
Mikilvægasta hlutverk InterCultural Island í verkefninu er að þjálfa iðn-og verknámskennara til að nota samvirkt nám í kennslu. Í janúar komu því 20 iðn- og verknámskennarar til Íslands þar sem 4 kennarar frá hverri stofnun/skóla fengu 5 daga námskeið í notkun samvinnunáms við iðn- og verknámskennslu. Hægt er að lesa stuttan umfjöllun um námskeiðið hér og sjá stutt myndband frá námskeiðinu hér.
Vefsíðu verkefnisins má finna hér