Eins og fram kemur á heimasíðu Menntaáætlunarinnar: “Menntasamstarfið styrkir smærri stofnanir/samtök til að vinna verkefni í samvinnu við evrópskar sambærilegar stofnanir. Verkefnin geta verið af ýmsum toga á sviði fullorðinsfræðslu og markmiðið er að þau nýtist kennurum og nemendum í fullorðinsfræðslu. Áhersla er lögð á miðlun reynslu og aðferðafræði milli landa. Heimsóknir/fundaferðir eru stærri liður í þessum þætti en öðrum Grundtvig þáttunum”.
Verkefnið sem ICI stýrði bar nafnið: “Leiðir til að örva frumkvöðlahugsun í fjölmenningarlegu samhengi”
Markmið verkefnisins:
Markmið verkefnisins er að auðvelda aðlögun ákveðinnar hæfni og færni, sem nauðsynleg þykir í daglegu lífi, inn í hverskyns fullorðinsfræðslu. Sérstaklega verður horft til frumkvöðlafærni og fjölmenningarlegrar færni í þessu samhengi (Entrepreneurial and intercultural competences)
Einnig er markmið verkefnisins að vekja athygli fullorðinna nemenda sem og fagfólks á sviði fullorðinsfræðslu á mikilvægi þessarar færni, bæði fyrir starfsmöguleika og velgengni í starfi en einnig fyrir persónulegan þroska hvers og eins og samfélagslega virkni einstaklinganna.
Markhópur:
Sá hópur sem samstarfsverkefnið mun sérstaklega líta til, eru fullorðnir nemendur almennt, fullorðnir nemendur sem tilheyra hverskyns jaðarhópum samfélagsins eða eru í verri aðstöðu til að nýta möguleika sína (t.d. innflytjendur, fullornir með fötlun, fullorðnir sem njóta minni möguleika vegna félagslegrar- eða efnahagslegrar stöðu sinnar, konur sem áhuga hafa á frumkvöðlastarfsemi).
Viðfangsefni samvinnuverkefnisins:
Að safna og þróa aðferðir og efni sem hafa sýnt sig að eru gagnlegar til að styrkja fjölmenningarlega- og frumkvöðlahæfni fullorðinna.
Að safna og þróa (m.a. með “best praxis” athugunum í þátttökulöndunum) hugmyndir um hvernig fjölmenningarleg- og frumkvöðlahæfni getur aukið möguleika fólks sem tilheyrir jaðarhópum (disadvataged groups) til að stofna eigið smáfyrirtæki eða rekstur af einhverju tagi.
Að hanna námskeið fyrir kennara og stjórnendur í fullorðinsfræðslu með því að markmiði að þeir fái tækifæri til að kynnast og þjálfa aðferðirnar og læri að hanna námsefni sitt á þann veg að það styrki fjölmenningarlega- og frumkvöðlahæfni nemenda sinna.
Megin verkefni:
Verkefnið var afar farsælt og var ICI veitt gæðaviðurkenning Landsskrifstofu Menntaáætlunar fyrir fyrirmyndarverkefni Grundtvig í nóvember 2010.
Hér til hliðar má sjá myndir af samstarfsfundum í Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Íslandi.