"Ég er enginn rasisti, en..." er nafnið á Erasmus+ verkefni sem InterCultural Ísland hefur fengið styrk til vinna með sambærilegum stofnunum í Þýskalandi, Skotlandi og Rúmeníu. Markmið verkefnisins er að hanna námskeið og stuðningsefni fyrir þá sem halda vilja námskeið um dulda fordóma og rasisma, sérstaklega með tilliti til að ná til þeirra sem ekki hafa áhuga á þátttöku á slíku námskeiði af ýmsum ástæðum. Nafnið á verkefninu vísar einmitt til þess að margir þekkja ekki hinar ólíku birtingarmyndir fordóma og rasisma og telja sig þess vegna alls ekki þurfa á slíku námskeiði að halda. Verkefnið snýr að því að hanna námskeið þar sem fólk fær tækifæri til að ræða saman og vinna verkefni í öruggu umhverfi og hanna stuðningsefni fyrir þá sem veita námskeið um þetta viðkvæma og stundum eldfima málefni. Þannig er sjónum beint að þeim sem valda vanlíðan og útilokun ákveðinna hópa frekar ein þeim sem fyrir mismununinni verða. Hægt verður að fylgjast með framvindu verkefnisins á facebook síðu verkefnisins INAR. Hægt er að lesa nánar um verkefnið á ensku á heimasíðu verkefnisins og þar er einnig hægt að nálgast stuðningsefnið sem framleitt hefur verið eins og handbókina á íslensku og fb leikinn. Vefsíða verkefnisins er: www.inar.is
Samstarfsstofnanir ICI í þessu verkefni eru:
CHANCENGLEICH in Europa e.V. - ChE - Germany - www.ch-e.eu
Coalition for Racial Equality and Rights - CRER - Scotland - http://www.crer.org.uk
Centrul Judetean de Resurse si Asistenta Educationala Vrancea - CJRAE - Romania - www.cjraevn.ro
Til baka