Samkvæmt nýlegum rannsóknum (Digital Education Plan 2021-2027 in EU) var námsmatskerfið erfiðasti þátturinn við að taka upp fjarkennslu í núverandi heimsfaraldri. Þær matsaðferðir sem fela í sér hagnýta færni nemenda sem krefjast mikilla samskipti við aðra eða með vinnumiðað nám eru sérstaklega krefjandi. D-Eva Evrópusamstarfsverkefnið mun leitast við að þróa nýjungar á sviði rafrænna matsleiða og á sviði kennaramenntunar, með það að markmiði að styðja við kennara og skólastjórnendur við að bæta kennslu- og námsfærni sína og að brúa bilið sem gjarnan myndast í starfrænni færni bæði nemenda og fræðimanna í háskólanámi.