Námskeið um fordóma og fjölmenningu
Námskeiðinu er ætlað að auka skilning þátttakenda á ýmsum hugtökum, svo sem menning, fjölmenning, fjölmenningarleg hæfni, fordómar, mismunun, hversdagsfordómar o.fl. Með virkum aðferðum er meðvitund þátttakenda um afleiðingar neikvæðra viðhorfa og hegðunar sem felur í sér mismunun gagnvart ákveðnum hópum aukin, með sérstaka áherslu á fordóma gagnvart fólki af erlendum uppruna.
Kennsluaðferðir eru virkar og efnistök miðuð við fullorðna þátttakendur (18 ára og eldri) Tímalengd námskeiðsins er að lágmarki 4 klukkustundir og að hámarki 20 klukkustundir.
Kennari er Guðrún Pétursdóttir