Samvirkt nám í fjölbreyttum nemendahóp
Markmið: að kennarar fái innsýn og þjólfun í notkun samvirks náms á grunn– og framhaldsskólastigi og læri að hanna sín eigin samvinnunámsverkefni í sínum námsgreinum, bæði með einföldum og flóknari samvinnuaðferðum. Þátttakendur fá einnig innsýn í CLIM hugmynda- og aðferðafræðina og hvernig "staða" nemenda innan bekkjarins getur haft áhrif á líðan og námsárangur.
Námskeiðið er mjög praktískt og aðferðirnar prófaðar jafnóðum og þær eru kynntar.
Námskeiðið er 41 kennslustund en hægt að að skipta því niður á námskeiðsdaga eftir óskum þátttakenda.
Kennari: Guðrún Pétursdóttir
Dagskrá:
Dagur 1— Að skapa góðan og traustan bekkjaranda. Innlögn og verkefni um jölmenningarlega kennslu og nám án aðgreiningar
Dagur 2— Ýmsar samvinnunámsaðferðir. Kennarar hanna sín eigin verkefni út frá sínum námsgreinum.
Dagur 3— CLIM og Complex instruction. Æfingar til að undirbúa nemendur undir samvirkt nám.Staða og stöðuáhrif. Clim einingar skoðaðar og prófaðar
Dagur 4— CLIM einingarnar skoðaðar og kennarar vinna í hópum við að hanna saman samvinnunámsverkefni sem byggir á CLIM hugmyndafræðinni
Dagur 5— Kynningar og edurgjöf á einingarnar sem hóparnir hönnuðu.